A unique event will take place at Mengi on February 16th at 9pm. On the event of a new website on Icelandic bassoon music being launched an all bassoon music concert will take place. Highlights of the program include a premiere of a new work for solo bassoon by Sveinn Lúðvík Björnsson and a bassoon quartet by Jónas Tómasson. A selection of solo works will be performed by different soloists, works for bassoon and electronics, video installations and an introduction to the website will take place. The concert will feature the bassoon section of the Iceland Symphony Orchestra, Michael Kaulartz, Brjánn Ingason, Eugénie Ricard and Kristín Mjöll Jakobsdóttir.
FAGOTTERÍ Í MENGI
Opnunartónleikar vefs um islenska fagotttónlist
Fagotterí heitir kvartett fyrir fjögur fagott sem frumfluttur verður á samnefndum tónleikum í Mengi þann 16. febrúar kl. 21 næstkomandi í tilefni þess að nýr vefur um íslenska fagotttónlist fer í loftið. Á tónleikunum verða auk þess flutt fjölbreytt íslensk einleiksverk fyrir fagott eftir konur og karla. Frumflutt verður nýtt einleiksverk, flutt raftónlist, vídeólist og nýi vefurinn kynntur sem hluti af dagskránni. Flytjendur á tónleikunum eru fagottleikararnir Brjánn Ingason, Eugénie Ricard, Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Michael Kaulartz.
Jónas Tómasson tónskáld samdi Fagotterí árið 1991. Tveir kaflar úr verkinu voru fluttir á fagottnámskeiði sem haldið var á Ísafirði í júní það sama ár en verkið verður flutt í fyrsta sinn í heild sinni á tónleikunum í Mengi.
Sumarsólstöður ‘91 heitir einleiksverk fyrir fagott sem Jónas samdi í kjölfar námskeiðsins iinnblásinn af því sem þar hafði farið fram og verður líka flutt á tónleikunum 16. febrúar í flutningi Brjáns Ingasonar.
The Groom of the Stool heitir einleiksverkið eftir Svein Lúðvík Björnsson sem verður frumflutt og er samið fyrir Kristínu Mjöll Jakobsdóttur. Titill verksins er dreginn af aldagömlu og virðulegu starfsheiti við bresku konungshirðina og lýsir ákveðnu hugarástandi.
Viscosity #1 er samið fyrir Kristínu Mjöll í janúar 2016 og var frumflutt á Myrkum músíkdögum sama ár en verður flutt af Michael Kaulartz í þetta sinn. Verkið er hljóðmynd sem fléttast saman við myndskeið sem varpað er á vegg.
Já! samdi Hafdísi Bjarnadóttir líka fyrir Kristín Mjöll árið 2012 og er fyrir fagott og elektróník. Efniviðurinn er sóttur í samtal á kaffihúsi og blæbrigðin í því hvernig við segjum Já!.
Fönsun IV samdi Atil Heimir Sveinsson 1968 fyrir fagottleikarann Sigurð Markússon og endurritaði það fyrir Kristíu Mjöll stuttu fyrir frumflutning þess í mars 2008. Hér mun Michael Kaulartz kljást við verkið í annað sinn frá 2015, eini fagottleikarinn sem mun þá hafa flutt verkið bæði í upprunalegri mynd og í umritun Atla frá 2008. Fönsun IV kemur út hjá Íslenskri tónverkamiðstöð í vikunni í tilefni af opnun vefsins þann 16. febrúar.
Efnisskrá
Bergrún Snæbjörnsdóttir: Viscosity #1
Sveinn Lúðvík Björnsson: The Groom of the Stool – frumflutningur
Jónas Tómasson: Sumarsólstöður 1991
Hafdís Bjarnadóttir: Já!
Atli Heimir Sveinsson: Fönsun IV
Jónas Tómasson: Fagotterí fyrir fjögur fagott – frumflutningur